Skilmálar

Barnabazaar, 3.hæð Kringlan

Skilmálar

BÁSALEIGA

 1. Bókanir

Hægt er að leigja bás í gegnum heimasíðuna okkar, www.barnabazaar.is , í verslun okkar í kringlunni eða í síma: 5717022.

Barnabazaar áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upsasap á vörutegundir fyrirvaralaust. Áskilinn er réttur til að staðfesta pantanir símleiðis.

Allar pantanir eru afgreiddar næsta virka dag eftir pöntun.

 • Afbókanir

Ef þú vilt afbóka básinn þinn og fá endurgreitt verður afbókun að vera eigi síðar en 14 dögum fyrir upphafsdag leigutímabilsins. Ef færri en 14 dagar eru í upphaf leigutímabils er ekki hægt að fá básinn endurgreiddan. Hins vegar getur þú séð um það sjálf/ur að selja básinn áfram.

 • Verð

Öll verð á vefsíðunni eru með inniföldum 24% vsk.

 • Þóknun

15% þóknun verður dregin frá samanlagðri heildarsölu, áður en hagnaður er greiddur út til leigutaka.

 •  Sjálfstæður rekstur

Ef þú ætlar að reka þína eigin verslun í básnum, ertu sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að gefa upp réttar upplýsingar til skattsins. Einnig ber að tilkynna okkur það við bókun ef ætlunin er að selja vörur frá VSK-skráðu fyrirtæki.

Á MEÐAN Á LEIGUTÍMA STENDUR 

 1. Í upphafi leigutímabils 

Hægt er að koma og setja básinn upp 1 klst fyrir lokun Kringlunnar daginn áður en leigutímabil hefst, opnunartíma kringlunnar má sjá á https://www.kringlan.is/verslun-og-thjonusta/afgreidslutimar Einnig er í boði að setja upp básinn þegar það opnar daginn sem leigutímabilið hefst. Ef engar vörur eru komnar í básinn í enda upphafsdags leigutímabils og ekkert heyrst frá leigjanda áskiljum við okkur rétt að fylla uppí básinn. Ef það eru lokunardagar á því leigutímabili sem bás er bókaður reiknast þeir ekki með í heildardögum tímabils. Leigutímabilið er sá fjöldi daga sem valdir eru þegar bás er bókaður.

Ekki er heimilt að setja upp festingar í básunum, aðrar en þær sem fyrir eru. Ef vörur eru settar uppá básinn eða út fyrir básinn verða þær fjarlægðar án viðvörunar. Mikilvægt er að þú sjáir sjálf/ur um að allar vörur séu rétt merktar með strikamerkjum og að verðmerkingar séu réttar.

 • Þjófavarnir

Ótakmarkað magn af þjófavörnum fylgja með í leiguverðinu fyrir vörur sem eru verðlagðar yfir 1.500 krónum. Húsið er vaktað með öryggismyndavélum, öryggisverðir eru til taks í Kringlunni og starfsfólk okkar fylgist með búðarþjófnaði. Barnabazaar ber ekki ábyrgð á stolnum, týndum né eyðilögðum vörum og í tilfelli af eldsvoða og vatnsskaða erum við ekki bótaskyld. Innbústrygging þín bætir hugsanlega bruna/ vatnsskaða eða þjófnað – hafðu samband við þitt tryggingafélag til að fá frekari upplýsingar um það.

 • Eignaréttur og vöruskilmálar

Seljandi er einn ábyrgur fyrir því að hafa ótakmarkaðan eignarétt á vörum sínum og rétt til þess að selja þær í básnum. Ekki er heimilt að selja ólöglegar, falsaðar eða skaðlegar vörur, tóbak, áfengi, matvöru, vopn, flugelda, klámfengið efni eða aðrar vörur sem starfsfólk telur ekki við hæfi. Einnig er ekki heimilt að hafa vörur keyptar frá Ebay, Wish, Aliexpress o.s.frv., og þá sérstaklega vörur sem ekki eru CE vottaðar, til sölu í Barnabazaar. Nafnspjöld eða önnur slík markaðssetning er ekki leyfileg í básnum. Ef þessu er ekki framfylgt verða vörur úr tilteknum básum fjarlægðar án fyrirvara. Starfsfólk hefur einnig rétt á að vísa frá eða fjarlægja vörur, sem samræmast ekki kröfum Barnabazaar um gæði og staðla verslunarinnar, eins og til dæmis skítugar, illa lyktandi eða götóttar vörur. Ath. að notuðum vörum sem keyptar eru í Barnabazaar fást hvorki skilað né skipt. Varan er keypt í því ástandi sem hún er í og er því á ábyrgð kaupanda eftir greiðslu.

 • Skipulag og áfylling á bás

Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir básnum þínum og mátt fylla á básinn þinn hvenær sem er yfir leigutímann. Ef þú bætir vörum við á básinn þinn, kostar það 100krónur að prenta út auka verðmiða fyrir hverja 10límmiða. Einnig hefur þú möguleika á því að greiða aukalega fyrir tiltekt í bás á meðan á leigutíma stendur. Ef verðmiði hefur dottið af vöru eða vörur finnast í versluninni eftir að leigutíma er lokið, verðum við með aðstöðu á bakvið fyrir tapað/fundið. Við ráðleggjum einnig að kíkja reglulega í tapað/fundið og líka eftir að leigutíma lýkur, þar sem margar vörur koma oftar en ekki í leitirnar þegar aðrir básaleigjendur pakka niður sínum básum. Vörur án verðmiða munu verða geymdar í “tapað og fundið” í að minnsta kosti í 14 daga, en eftir þann tíma áskiljum við okkur rétt á að gefa þau til góðgerðarmála, selja þau eða ráðstafa þeim á einhvern hátt.

 • Breyta verðum

Ef óskað er eftir að breyta verðum á vörum á meðan á leigutíma stendur, þarf að setja nýjan verðmiða á vöruna. Verðmiðum sem hefur verið breytt eða strikað yfir eru ógildir af öryggisástæðum.

 • Afsláttur í básnum

Þú hefur möguleika á að setja afslátt á vörurnar í básnum þínum, til þess þarf að láta starfsfólk vita svo hægt sé að skrá inn afslátt á básinn inn í tölvukerfið. Eftir að afsláttur hefur verið settur inn kemur hann sjálfkrafa inn þegar vara er skönnuð. Afsláttarskilti eru afhent af starfsfólki verslunarinnar, og hægt er að velja á milli 25%, 50% eða 75% afslátt.

Í LOK LEIGUTÍMANS

 1. Bás tæmdur

Básinn þarf að vera orðin tómur í seinasta lagi 1 klst fyrir lokun Kringlunnar á síðasta degi leigutímabils, opnunartíma Kringlunnar má sjá hér https://www.kringlan.is/verslun-og-thjonusta/afgreidslutimar
Þú ert sjálf/ur ábyrg/ur fyrir því að tæma básinn í lok leigutíma, nema að búið sé að greiða sérstaklega fyrir þá þjónustu. Mikilvægt er að verðmiðar séu ennþá á vörunum þegar básinn er tæmdur, þar sem vörur án verðmiða má ekki taka með út úr versluninni. Starfsfólk hefur rétt á að athuga hvort verðmiðar séu á vörunum. Athugið að hafa skilríki meðferðis til að sýna starfsfólki þegar leigutímabili er lokið.

Ef básinn hefur er ekki orðin tómur 1 klukkustund fyrir lokun og ekkert samkomulag verið gert varðandi það, munum við sjá um að pakka vörunum niður og rukka fyrir það afgreiðslugjald sem nemur 4.000 krónum. Einnig hefur þú möguleika á því að greiða okkur til að tæma básinn, og kostar það 2.000 krónur þegar samið er um það fyrirfram. Við geymum vörurnar í viku að hámarki, en rukkum 1.000 krónur fyrir hvern dag sem vörurnar eru í geymslu hjá okkur. Eftir það eru þær í eigu Barnabazaar.

 • Söluhagnaður greiddur út

Við greiðum út söluhagnaðinn 85% eftir um það bil 2-3 bankadaga. T.d ef þú sækir um útborgun á föstudegi þá vinnum við að því á mánudegi, ef þú sækir um á þriðjudegi vinnum við að því á föstudegi. Það getur síðan tekið allt að 7-9 daga áður en þú færð peninginn inn á reikninginn þinn.
Fyrir sakir starfsfólks Barnabazaar, geymum við ekki stórar upphæðir af reiðufé í versluninni, og getum við því ekki greitt söluhagnaðinn út í reiðufé. Ef einhverjar vörur gleymast í versluninni og seljast innan við 4 vikur eftir að leigutímabil klárast, þá þarf að láta starfsmenn okkar vita svo hægt sé að millifæra þann söluhagnað inná reikning eiganda. Útborgun af söluhagnaði verður að gerast innan 90 daga eftir að leigutímabili lýkur.

 • Persónuverndarstefna

Barnabazaar heitir viðskiptavin fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.

Upplýsingar um viðskiptavini verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Privacy policy All personal information will be strictly confidential and will not be given or sold to a third party.

 • Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Governing law / Jurisdiction These Terms and Conditions are in accordance with Icelandic law.